is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25271

Titill: 
  • Fullkomlega ófullkomið : um fagurfræði ófullkomleikans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þó svo að við höfum tæknina til þess að hanna hluti sem eru gallalausir kjósum við samt að hanna eitthvað sem lítur út fyrir að hafa verið skapað með úreltri tækni eða aðferð. Hvers vegna finnst okkur gamalt og gallað fallegt? Af hverju sækjum við frekar í mistökin? Felst fegurðin kannski í slysum og mistökum; í ófullkomleikanum? Til þess að finna svörin við þessum spurningum skoða ég hugmyndirnar sem hafa orðið til um fegurð, allt frá gríska heimspekingnum Platóns til 18. aldar heimspekingsins Immanuel Kant. Lengi voru hugmyndirnar um fegurð tengdar stærðfræði og hlutföllum. Það var ekki fyrr en á 18. öld í kjölfar upplýsingarinnar að menn fóru að tengja fegurð við smekk á Vesturlöndum. En í Japan hafði hugmyndafræðin wabi-sabi lengi verið til. Það er fagurfræði sem fagnar hinu ófullgerða og ófullkomna. Hlutum er ýmist leyft að eldast og brotna eða þeir eru gerðir gallaðir viljandi. Wabi-sabi virðist eiga vel við í dag, því að við kunnum vel að meta hluti sem líta út fyrir að vera gamlir eða eru gallaðir. Glitch list er tegund af stafrænni list sem nýtir sér galla eða mistök sem verða til við vinnslu tölvunnar. Annað hvort reyna listamenn stefnunnar að finna galla sem gerast óviljandi eða framkvæma þá sjálfir. En við eigum til að gleyma því að tæknin er bara jafn fullkomin og mennirnir sem sköpuðu hana. Tæknin hefur haft gífurleg áhrif á það hvernig grafísk hönnun hefur þróast í gegnum árin og gerin hún okkur kleift að líkja á eftir einkennum sem urðu áður aðeins til með hinu raunverulega handbragði. Mannlegu einkennin eru því fengin með mús og lyklaborði. Þó svo að möguleikarnir til að skapa fullkomnun sé til staðar þá kjósum við samt að skilja eftir viss skringilegheit til þess að gæða verkið óstafrænum einkennum. Að lokum eru tvær greiningar á verkum sem sýna ófullkomleikann í notkun. Verk eftir franska impressjónistann Edgar Degas frá árinu 1879 og nútímalegt glitch verk eftir Kon Trubkovich. Bæði verkin sína gallana á mismunandi máta.

Samþykkt: 
  • 20.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fullkomlega.ófullkomið.Jónbjörn.Finnbogason.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna