is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25275

Titill: 
  • Prentpunkturinn : sögulegt yfirlit og greining á göllum hefðbundinnar leturmælingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða prentpunktinn (e. typographic point); einingu sem notuð er til að mæla letur; og greina galla hans ásamt því að skoða ástæðuna fyrir notkun hans á okkar tímum. Á 20. öldinni urðu gífurlega miklar og hraðar framfarir í prenttækni sem leiddi til þess að notkun prentpunktsins og tilgangur hefur tekið stakkaskiptum, en engu að síður virðist punkturinn að mestu hafa staðið í stað og ekki aðlagað sig breyttum tímum. Leitað var í greinar og bækur sem gefnar hafa verið út um efnið á síðustu öld, en um miðbik hennar virtust vera miklar umræður um réttmæti tilvistar prentpunktsins. Að auki var rætt við hönnuði til að fá þeirra álit á punktinum og innsýn inní notkun hans. Í ljós kom að punkturinn er ekki að þjóna sínum tilgangi sem mælieining og að nokkrar tilraunir voru gerðar á 20. öldinni til að koma með nýja samræmda mælieiningu fyrir letur sem virtust allar falla í tómið. Niðurstaðan er sú að prentpunkturinn sé úreltur og eigi ekki lengur heima sem staðlað tæki í skapandi fagi. Kominn er tími á að taka málið upp að nýju og leggja vinnu í að finna samræmda mælieiningu fyrir letur með tilliti til samtímans og jafnvel hugsa uppá nýtt hvernig letur er mælt því það gæti vel opnað á nýja möguleika með hvernig við hugsum um letur. 

Samþykkt: 
  • 20.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Prentpunkturinn_DH.pdf616,04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna