is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25276

Titill: 
  • Afleiðingar aukinna áhrifa samfélagsmiðla á tískuheiminn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður reynt að svara því hvaða afleiðingar aukin áhrif samfélagsmiðla hafa á tískuheiminn. Sérstök áhersla er á fatahönnun. Fjölbreytt nálgun er tekin á efnið. Bæði megindleg og eigindleg atriði eru dregin fram. Í upphafi verða áhrif á tískuheiminn almennt rædd og síðan áhrif samfélagsmiðlanna sérstaklega og færð rök fyrir því að þau séu mikil. Afleiðingar þeirra áhrifa eru síðan rædd frá fjölbreyttum sjónarhornum. Verður hér stuðst við bæði tölfræðilegar rannsóknir og annað efni, svo sem eigin reynslu höfundar af markaðssetningu á samfélagsmiðlunum. Afleiðingar aukinna áhrifa samfélagsmiðlanna koma meðal annars fram í breytingum á valdajafnvægi neytenda og hönnuða en einnig í breytingum á stöðu og áhrifum stóru tískuhúsanna og tískutímaritanna frá því sem áður var. Samfélagsmiðlarnir virkja neytendur og veita aðhald. Á hinn bóginn leiða þeir einnig til sóknar notenda samfélagsmiðlanna í „likes“ frá öðrum með margvíslegum afleiðingum. Sumir telja að tískuheimurinn hætti að verðlauna gæði og hæfileika og verðlauni þess í stað þá sem duglegastir eru að koma sér á framfæri á samfélagsmiðlunum. Fyrirtæki geta nýtt sér samfélagsmiðlana til að koma á beinna sambandi við neytendur og aukið virði þeirra fyrir rekstur sinn. Ekki er alltaf hægt að reikna með að það sem virðist vinsælast á samfélagsmiðlunum sé í raun það sem heillar neytendur. Yfir það heila eru áhrif samfélagsmiðlanna eitthvað sem verður að taka mark á og sumir tala um byltingu í valdajafnvægi í tískuheiminum. Fatahönnuðir sem vilja nýta sér það þurfa að hafa í huga orðstír sinn á samfélagsmiðlunum og stíga varlega til jarðar. Þeir geta komist í beinna samband við neytendur en eiga á hættu á að verða ósýnilegir í hinu mikla magni efnis sem er aðgengilegt á samfélagsmiðlunum. Með réttu hugarfari og nálgun er hægt að sjá mörg tækifæri í þessari þróun.

Samþykkt: 
  • 20.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - lokaskil - LOKAEINTAK - MOH.pdf910.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna