is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25277

Titill: 
  • Titill er á ensku Strong is the new skinny
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður farið yfir staðalímyndir og útlitsdýrkun, sérstaklega verður tekin fyrir líkami kvenna og hvernig hinn fullkomni konu líkami er sagður eiga að líta út og hvort þær hugmyndir séu mögulega að breytast. Alveg frá tímum Rómarveldis hafa listamenn ýkt verk sín á mannslíkamanum rétt eins og gert er í dag með myndvinnsluforritum til þess að móta hina svokölluðu fullkomnu ímynd af karl- og kvenlíkamanum. Í leit sinni að fullkomleika hefur fólk oft einblínt frekar á útlitið heldur en heilsu og þar til í dag virðist styrktarþjálfun kvenna hafa verið álitin tabú og konur hafa haft miklar áhyggjur af því að þær muni líta út eins og karlmaður ef þær lyfti of þungum lóðum. Þessi hugsunarháttur hefur í gegnum tíðina hamlað kvenkyns íþróttamönnum. Íþróttakonur fá margar minnimáttarkennd af því að vera með meiri vöðvamassa heldur en aðrar “venjulegar” konur, En stærð vöðva ákvarða ekki kyn, í vaxtarræktarkeppnum verða konur að leika kvenleika á sviðinu og eru dæmdar út frá því hversu vel þær koma kvenleikanum til skila með útliti og hreyfingum, og þá vakna spurningar um hvað er kvenleiki og hvað er karlmennska? Hugtakið kyngervi er notað til þess að leggja áherslu á að kvenleiki og karlmennska er ekki bara líffræðilegur eða “eðlislegur” munur heldur líka félagslega mótaður staðall sem breytist með tímanum og samkvæmt hefðbundinni hugmyndafræði er konan veikara kynið. Á Íslandi var ekki til almennileg líkamsræktarstöð fyrir almenning fyrr en árið 1980 þegar Árni Hróbjartsson opnaði stærstu líkamsræktarstöð á Íslandi í Engihjalla í Kópavogi, árinu eftir stofnaði hann einnig Landssamband Vaxtarræktarmanna á Íslandi, það má segja að þá fyrst fóru konur og karlar að geta stundað líkamsrækt fyrir utan heimilið. Á þessum tíma þurftu konur sem tóku æfingar sínar alvarlega hinsvegar að fá undanþágu til þess að fá að nota lóðin með karlmönnunum. Einnig komu fram hugmyndir um kynbundna líkamsrækt og birtingarmynd þess í tækjum og hóptímum, tískuáhrif og heilsuspillandi áhrif á kvenlíkamann. Í seinni tíð hefur svo komið andstæða þess sem er nýtilkomið æfingakerfi kallað CrossFit sem leggur áherslu á samvinnu og jafnrétti milli kvenna og karla.

Samþykkt: 
  • 20.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
strong is the new skinny, BA ritgerd, Sóley,TILBÚIN.pdf9.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna