is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25278

Titill: 
  • Grafísk hönnun og hjálparstarf : þættir sem ber að hafa í huga til að hagnýta grafíska hönnun í þágu hjálparsamtaka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hjálparsamtök á Íslandi og víðsvegar um heiminn starfa með grafískum hönnuðum að fjölbreyttum verkefnum. Í þessari ritgerð er leitast við að svara spurningunni hvað væri mikilvægt fyrir grafískan hönnuð að hafa í huga sem vill nota þekkingu sína í þágu hjálparsamtaka og hvaða þekking á sviði grafískrar hönnunar gæti komið að gagni. Til að ná því markmiði hefst ritgerðin á því að gera grein fyrir upphafi opinbers þróunarstarfs, hlutverkum frjálsra félagasamtaka og þeim möguleikum sem grafísk hönnun býður upp á. Í framhaldi fer fram greining á því hvar þörfin fyrir þekkingu grafískra hönnuða liggur hjá frjálsu félagasamtökunum UNICEF á Íslandi og Rauða kross Íslands. Til samanburðar við sjónarmið starfsfólks þessara samtaka verður litið til reynslu einstaklinga úr hönnunargeiranum af samstarfi við hjálparsamtök. Þar á eftir verður fjallað um birtingarmyndir í kynningarefni og auglýsingum hjálparsamtaka og hvaða lærdóm má draga af þeirri umræðu sem hefur skapast. Ritgerð þessi byggist á prentuðum og óprentuðum heimildum meðal annars í formi fræðirita, tímaritsgreina, fyrirlestra og viðtala við starfsfólk frjálsra félagasamtaka og fagfólks úr hönnunargeiranum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar leiða í ljós að þörfin fyrir grafíska hönnuði á vegum hjálparsamtaka fer vaxandi á Íslandi og þá sérstaklega fyrir hönnuði sem hafa aðlagað sig að breyttum miðlum. Mikilvægt er að hafa í huga að hönnun getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Hönnuðir þurfa að kynna sér uppruna viðfangsefnisins og þá umræðu sem er í gangi til að geta gefið sanna mynd af orsökum vandans. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þær birtingarmyndir sem þeir skapa af einstaklingum og samfélögum í verkum sínum hafa ekki aðeins áhrif á árangur fjáraflana heldur hafa þær ennfremur áhrif á ímynd þeirra sem samtökin vilja hjálpa. Þessar birtingarmyndir geta í kjölfarið hjálpað við uppbyggingu eða verið skaðlegt fyrir málstaðinn. Áhersla á samstarf eykur líkurnar á hámarksárangri í hjálparstarfi hvort sem um er að ræða samstarf við einstaklinga sem eru hjálparþurfi eða samstarf hönnuða og starfsfólks hjálparsamtaka.

Samþykkt: 
  • 20.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudjona_BAritgerd_Grafisk-honnun-og-hjalparstarf.pdf793.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna