is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25279

Titill: 
  • „Who You Calling A Bitch?“ : svört femínísk hugsun og vægi r&b og hip hop tónlistar innan hennar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð rannsaka ég mikilvægi þess að skoða femínisma í víðara samhengi en út frá einangruðum stað eins og Íslandi og athuga hlutverk ólíkra femínískra hópa víðsvegar í heiminum. Meginstraums femínismi gerir sjaldnast ráð fyrir öðrum stéttum en hvítu millistéttinni. Dýpri skilningur á forréttindum mismunandi hópa er því nauðsynlegur, sérstaklega í landi þar sem fjölbreytileiki er lítill og minnihlutahópar lítt sýnilegir. Áherslan er á Svarta femíníska hugsun, eftir skilgreiningu fræðikonunnar Patricia Hill Collins, og mikilvægi þess að líta utan fræðasamfélagsins í leit að heimildum og vitneskju um femínisma Svartra kvenna. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig femínísk hugmyndafræði birtist í tónlist og textum kvenna í r&b og hip hop. Ég byrja á að fara stutt yfir sögu femínisma Svartra kvenna samhliða kvennahreyfingunni og baráttu Svartra fyrir borgaralegum réttindum á sjöunda og áttunda áratugnum, og hvernig kerfisbundin mismunun samtvinnast og mótar upplifanir Svartra kvenna. Þaðan er farið í að skoða hvernig femínísk hugmyndafræði virðist ætíð vera til staðar í afrísk-amerískri tónlist, allt frá afnámi þrælahaldsins og myndun blús-tónlistarstefnunnar til nútímans. Meginefni ritgerðarinnar er greining á lagatextum eftir Janet Jackson, Queen Latifah, TLC, Destiny's Child, Beyoncé Knowles og Nicki Minaj, hvernig þær krefjast réttlætis og virðingar ásamt því að miðla hugmyndum sínum til milljónir manna í gegnum tónlist og myndbönd. Í lok ritgerðarinnar skoða ég hver hefur skilgreiningarvald femínisma í hendi sér og hvernig femínistar í meirihlutahópum nota virðingarpólitík og rómstjórnun til að halda minnihlutahópum niðri.

Samþykkt: 
  • 20.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Who You Calling a Bitch - Svört femínísk hugsun og vægi rnb og hip hop innan hennar.pdf688.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna