Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25280
Í þessari ritgerð reyni ég að varpa ljósi á tilgang og uppruna míkrótýpógrafíunnar, sem fær oft ekki eins mikið vægi í hönnun. Skoða þá þætti hennar sem gera texa sem móttækilegastan fyrir lesanda. Þar sem við þurfum að þola svo gríðalegt magn af upplýsingum getur það haft veruleg áhrif á það hvaða upplýsingar við innbyrðum og hvaða skilning við höfum á þeim. Með því að rannsaka hvernig maðurinn les og í hvaða tilgangi, hvernig form og andrými letursins hafa áhrif á lestur og hvernig þekking, reynsla, þjálfun og skilningur á hefð týpógrafíu hafa áhrif á það hvernig við komum skilaboðum til skila, verkfærin eru bara til þess að framkvæma kunnáttuna. Hver áhrif míkrótýpógrafíu er á lesanleika og skilning okkar á samfelldum texta. Einnig skoða ég hver birtingamynd hennar er í umhverfi okkar. Það virðist vera sjálfsagt að tungumál sé kennt, að það sé talað og að við getum skrifað, enda mjög mikilvægir þættir í tilvist mannsins en þá vantar að mennta fólk í sjónrænum skilnigi og hvernig við lesum texta þar sem allir þurfa að vinna með texta á einn eða annan hátt í nútímasamfélagi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðmundur_Pétursson_Welcome_to_book_adventure.pdf | 1,14 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |