Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25281
Hönnunarstuldur hefur lengi verið stór fylgifiskur tískuiðnaðarins. Þó er oft erfitt að meta hvað er stolin hönnun og hvað ekki, sérstaklega þar sem rými til nýsköpunar takmarkast við ákveðna þætti eins og t.d. við hönnun fatnaðar þar sem hönnuðir eru alltaf bundnir við form og virkni mannslíkamans. Hver sem er getur átt á hættu að hönnun hans sé stolið og þá jafnvel af stórfyrirtækjum sem hafa mun meira fjárhagslegt bolmagn en hann sjálfur. Í þessari ritgerð er farið yfir nokkur dæmi um meintan hönnunarstuld, bæði íslensk og erlend, ásamt því að farið verður lauslega yfir lagalegar forvarnir sem standa íslenskum hönnuðum til boða, þ.e. hönnunarvernd og hvernig hönnuðir geta nýtt hana. Mikið af heimildum um hönnunarstuld og málaferli honum tengdum eru opnar almenningi á internetinu. Aðallega er hér stuðst við greinar úr tímaritum og dagblöðum, sem fengnar eru af internetinu, og svo af vefsíðum tengdum markaðsmálum og tísku. Skoðuð voru hönnunarlög, sem samanstanda af 60 greinum í 7 köflum, og mál þeim tengdum sem finna má á heimasíðu Einkaleyfastofunnar. Í lokin er farið yfir helstu skref sem hönnuður þarf að hafa í huga til að geta með lagalegum hætti verndað sköpun sína og hvaða leiðir eru í boði, samkvæmt hönnunarlögum, til að leita réttar síns þyki hönnuði að á honum sé brotið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rétthafar hugmynda.pdf | 631.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |