Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25282
Með tilkomu steinsteypunnar á 20. öld sköpuðust forsendur fyrir nýja hugsun í formgerð og efnisvali bygginga um allan heim. Frumkvöðlar módernismans ruddu brautina og yngri kynslóðir arkitekta fylgdu í kjölfarið. Einn þeirra er japanski arkitektinn Tadao Ando. Það sem einkennir verk hans eru einfaldleiki og mínimalismi sem á stóran þátt í hönnun þeirra. Eitt af þekktustu verkum Tadao Ando er Azuma House sem var byggt á árunum 1975-1976. Húsið einkennist aðallega af því hversu einfalt það er í formi og hvernig það sker sig úr umhverfinu við hlið hefðbundnu japönsku tréhúsanna. Frá því Azuma House var byggt hafa margar mínimalískar byggingar sprottið upp á litlum lóðum á þéttbýlum svæðum í Japan.
Það vakna upp margar spurningar hjá mér þegar ég sé myndir af þessum einföldu og látlausu húsum í Japan. Ég spyr mig af hverju eru þau svona einföld í forminu? Hafa þessar einföldu byggingar einhverja ákveðna merkingu með einfaldleika sínum? Er þetta einhvers konar stefna sem hefur sprottið upp eftir tíma póstmódernismans í Japan, er þetta tískufyrirbæri eða ekki? Hvenær eru hús mínimalísk og hvenær ekki? Hvað er mikið og hvað er lítið í arkitektúr? Sú spurning er áleitin er hvort hinn mínimalíski stíll endurspegli þau huglægu gildi sem finna má í eldri arkitektúr í Japan? Til þess að leita svara við þessu mun ég taka dæmi um nokkur mínimalísk hús í Japan og skoða hvað þau eiga sameiginlegt með hefðbundnum japönskum húsum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA+-+Ritgerd+Isak+Toma+v7.compressed.pdf | 1,21 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |