is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25284

Titill: 
  • Lífhönnun : nýir tímar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa rits er aðallega miðaður að uppfræðslu og má sjá það sem almenna kynningu á lífhönnun á íslenskri tungu. Lífhönnun er ung fræðigrein og er enn að mótast. Þó má, með rökum sem rakin eru hér að neðan, segja að greinin sé mikilvæg sökum möguleikanna sem hún lofar. Því er ráð að mynda fyrr en seinna grunn umfjöllunar á íslensku til þess að frjótt atvinnulíf hérlendis eigi ekki á hættu á að dragast aftur úr í þessum efnum. Áhugi minn á efninu sprettur aðallega upp úr þeirri aukningu í umfjöllun sem lífhönnun hefur hlotið síðustu ár í erlendum vísindafréttaritum sem ég hef gaman af að glugga í. Hér á eftir er reynt að gera stöðu þekkingar sem best skil og einnig að færa rök fyrir þeirri sterku tengingu sem, að mínu mati, lífhönnun kemur til með að hafa við arkítektúr. Tekin eru dæmi um verkefni hönnuða sem snerta lífhönnun, öll unnin á síðustu tíu árum, sem endurspeglar æsku þessarar heillandi nýju fræðigreinar. Sökum þess hve lítið hefur verið skrifað um efnið reynir á ritsjórn mína, mögulega ærið meira, en þegar fjallað er um gamalkunn fræði. Ég styðst að milku leyti við nýútkomna bók um lífhönnun; Synthetic Aesthetics: Investigating Synthetic Biology’s Designs on Nature ritstýrð af, með öðrum, Alexöndru Daisy Ginsberg, sem er primus motor á þessu sviði. Það sem ég hef persónulega við að bæta, út frá eigin þekkingu á efninu, er einnig rakið. Þetta markast aðallega af skilgreiningu flokka og mun á fyrirbærum innan fræðanna sem ég greini og lista út. Vonandi kemur ritið til með að vekja áhuga lesenda á efninu og knýja þá til þess að leita sér frekari fræðslu og sýna fréttum um lífhönnun opinn hug í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 21.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Ritgerð - Ólafur Baldvin Jónsson.pdf2.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna