Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25286
Vindmyllur eru nýr orkukostur hér á landi. Landsvirkjun hefur nú til skoðunar að reisa allt að 63 vindmyllur með allt að 200 MW orkuvinnslu norðaustan við Búrfell í Þjórsárdal í svokölluðum Búrfellslundi. Hluti að vinnu við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar var rannsókn á viðhorfum ferðamanna til framkvæmdarinnar. Rannsóknin var unnin árin 2014-2015 fyrir Landsvirkjun og er hún hluti meistaraverkefnis í ferðamálafræði við Háskóla Íslands sem kynnt er í þessari ritgerð. Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um hvernig ferðamenn skynja landslag og fegurð þess. Einnig að kanna áhrif vindmylla á upplifun ferðamanna og hvernig ljósmyndir hafa verið notaðar sem rannsóknartæki til að meta viðhorf ferðamanna til landslags. Í rannsókninni sem fjallað er um í ritgerðinni voru ferðamenn meðal annars beðnir að meta fegurð landslags á ljósmyndum. Þykir ferðamönnum landslag á ljósmyndum sem innfela ekki orkumannvirki fallegra en það landslag þar sem orkumannvirki eru sýnileg. Niðurstaða ritgerðarinnar er að þekking á viðhorfum ferðamanna til fegurðar landslags sé afar mikilvæg í skipulagsvinnu og umhverfisstjórnun svæða og ljósmyndir gagnist vel til að afla þeirrar þekkingar. Sterkar vísbendingar eru um að vindmyllur sem skyggja á fallegt landslag geti leit til þess að upplifun ferðamanna skerðist og aðdráttarafl svæða minnki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ahrif_Vindmylla_i_Burfellslundi_a_ferdamenn_mtt_fegurdar_landslags.pdf | 23,1 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Guðmundur.pdf | 417,67 kB | Lokaður | Yfirlýsing |