is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25288

Titill: 
  • Hinn efnislegi smekkur : áhrif hönnunar á smekk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er skoðað og skilgreint hugtakið smekkur og hvernig hönnun hefur áhrif á smekk. Ræddar verða hugmyndir heimspekinga á borð við Pierre Bourdieu, Immanuel Kant og Michel Foucault. Í ritgerðinni eru skilgreind helstu hugtök sem tengjast hugtakinu smekkur. Farið verður í gegnum hvað sé hönnun og hvert hlutverk hennar er. Skoðuð verða áhrif á hönnun og hvernig orðræðan myndast í kringum hönnun. Einnig er mótun smekks skoðuð og hvaðan þessi mótun kemur. Samfélagsáhrif eru skilgreind og þau skoðuð nánar. Orðræðan skilgreind og rædd; um hvað mótar hönnun og smekk.
    Í ritgerðinni koma fram skoðanir viðmælenda sem rætt var fyrir ritgerðina. Skoðanir þeirra styðja kenningar og einnig hugmyndir sem hafa komið upp í ferlinu. Einnig eru fjölmiðlar og samfélagsmiðlar teknir fyrir sem einn stærsti áhrifavaldur orðræðunnar. Þar er pallur fyrir almenning að koma fram með sínar skoðanir og hafa áhrif á samfélagið og hvað þar er að gerast. Í gegnum ritgerðina er verið að vinna í skilgreiningu smekksins. Ein helsta skilgreiningin er sú að smekkur sé vara, að varan sé hlutgerður smekkur fólks. Í ritgerðinni er, eins og áður sagði, unnið með skilgreiningu smekks.
    Ritgerðin er ferð hugtaka og hugmynda sem vekja lesandann vonandi til umhugsunar um smekk sinn. Hvernig myndaðist þinn smekkur? Hvaðan kemur hann, úr hvaða hugmyndum?

Samþykkt: 
  • 21.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba_ritgerðin_iona_lokauppkast.pdf597.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna