Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25289
Hvað veldur því að staðir orka á okkur á einn eða annan veg? Hvers vegna gefum við ákveðnum stöðum merkingu en öðrum ekki? Þar sem hugtakið staðarandi er huglægt er þessum spurningum ekki auðsvarað. Í arkitektúr hefur hugtakið fyrst og fremst verið nálgast á fyrirbærafræðilegan hátt. En hér verður ekki reynt að skilgreina hugtakið heldur frekar rýnt í þá hugmyndafræði sem virðist vera ríkjandi um hugtakið í dag sem sést meðal annars í skrifum Christian Norberg-Schulz og í íslensku samhengi hjá Hjörleifi Stefánssyni. Einnig er hugtakið mátað við aðrar kenningar, og þá sérstaklega femínískar og gagnrýnar kenningar Donna Haraway og Judith Buthler, svo hægt sé að gera því betri skil og til að sjá hvernig það tónar við okkar samtíð. Þar með er stefnt að því að varpa ljósi á mikilvægi fyrirbærisins í umræðu og rýmismótun samtímans. Arkitektúr er nefnilega ekki hlutlaus massi. Arkitektúr spennir út rými sem nær langt út fyrir útveggi byggingarinnar. Manneskjan þrífst í og með þessu rými og verður fyrir áhrifum af því. Manneskjan mótar það rými sem hún lifir í og rýmið mótar hana. Arkitektinn þarf þess vegna að horfa og sjá í hverskonar samhengi unnið er í og ekki síst að að hafa í huga þá óhlutlægu afstöðu staðarins í samfélagslegu samhengi, tíðaranda og félagsmynstri sem ríkir hverju sinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LokaridgerdSindri Sigurdsson_Lokaskil.pdf | 496,69 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |