is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2529

Titill: 
 • Kostnaðargreining og stýring framboðs á læknisþjónustu með hjálp ABC
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um ABC kostnaðargreiningu og hvernig hægt er að nota hana til að varpa ljósi á hver sé raunverulegur kostnaður við fjórar tegundir læknisþjónustu sem framkvæmdar eru hjá nýstofnuðu fyrirtæki á heilbrigðissviði, Hjartamiðstöðinni ehf.
  ABC (e. Activity Based Costing) eða verkgrundaður kostnaðarreikningur er aðferða-fræði sem er notuð til að greina kostnað og skipta honum niður á verkefni. Þessi aðferð er talin gefa nákvæmari upplýsingar um tilurð kostnaðarins heldur en hefðbundið rekstrarbókhald.
  Sjúkdómar aldraðra verða sífellt algengara viðfangsefni heilbrigðisstarfsfólks, þá sérstaklega hjarta- og æðasjúkdómar. Breyttir lifnaðarhættir auka einnig líkurnar á sömu sjúkdómmum. Markmiðið með stofnun Hjartamiðstöðvarinnar ehf. er að veita einstaklingum sem þangað leita greiðan aðgang að fyrsta flokks sérfræðiþjónustu.
  Gögn úr fjárhagsbókhaldi og verkbókhaldi fyrirtækisins fyrir tímabilið janúar – mars 2009 voru greind þannig að hægt væri að flokka kostnaðinn og skipta honum í beinan og óbeinan kostnað. Allar komur til sérfræðinganna fyrir sama tímabil voru sundurliðaðar eftir verkum og þær notaðar sem stuðlar fyrir útdeilingu á óbeinum kostnaði. Rekstrarafgangur hvers verks var fundinn út með því að draga heildarkostnað þess frá því gjaldi sem innheimtist fyrir hverja þjónustu fyrir sig.
  Á grundvelli niðurstaðanna var gerð áætlun að breyttu framboði á þjónustunni. Með breyttu samvali afurða er hægt að bæta reksturinn umtalsvert. Með því að stýra bókununum í fyrirfram ákveðnu kerfi er frekar hægt að tryggja að framboð af dýrari rannsóknum sé ávallt nægjanlegt og stýringin leiðir einnig til betra og þægilegra starfsumhverfis fyrir alla starfsmenn miðstöðvarinnar.

Samþykkt: 
 • 11.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JúlíaHrönn_fixed.pdf309.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna