is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25290

Titill: 
  • Líkamsbeiting og álagsmeiðsli við þverflautuleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hljóðfæraleikarar verða seint taldir stunda starfsgrein sem er mjög líkamlega erfið. Raunin er þó sú að sífellt fleiri tónlistarmenn kljást við verki daglega sökum álags tengdu hljóðfæraleik. Hljóðfærin reyna mismikið á líkamann og í þessari ritgerð verður einblínt á þverflautuna. Eftirfarandi rannsóknarspurningar eru settar fram: 1) Hvað eru álagsmeiðsli og hver eru algeng álagsmeiðsli við þverflautuleik? 2) Hvernig er líkamanum beitt við þverflautuleik og hvernig er hægt að draga úr líkum þess að þróa með sér álagsmeiðsli við þverflautuleik? Skoðuð verður saga og þróun þverflautunnar auk þess sem teknir verða saman áhættuþættir fyrir álagsmeiðslum sem geta haft hamlandi áhrif á frammistöðu þverflautuleikara og getu þeirra til að leika á hljóðfærið. Heilbrigðisviðhorfalíkanið (e. Health belief model) var haft að leiðarljósi í umfjöllun um forvarnir. Efla þarf trú einstaklinga á því að þeir sjálfir geti minnkað eða komið í veg fyrir álagsmeiðsli með því að nota réttar vinnustellingar, góða líkamsbeitingu og huga að góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Flestir hljóðfæraleikarar byrja mjög ungir að æfa á hljóðfæri og mikilvægt er því að koma forvarnastarfi inn í tónlistarskólana, kenna rétta líkamsbeitingu og æfingatækni frá upphafi og gera það að eðlilegum hluta tónlistarflutnings.

Samþykkt: 
  • 21.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líkamsbeiting og álagsmeiðsli við þverflautuleik haustönn 2015.pdf898,3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna