Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25296
Þar sem við lifum í heimi mengunnar og eiturefna kemur ekkert annað til greina en að líta á hlutina með gagnrýnum augum og reyna að snúa blaðinu við og stefna að vistvænara umhverfi með staðbundinni framleiðslu. Í þessari ritgerð er plantan fífa og trefjan mór skoðuð og er velt því fyrir hvort hægt sé að nýta þennan auð á vistvænan hátt í einhverskonar textílefni á Íslandi. Stiklað verður á stóru í gegnum sögu iðnaðar og hvernig neyslumenning hefur yfirtekið allt og orðið aðal hvatinn í samfélaginu. Í því samhengi verður kynnt og skoðuð vistvæna hugmyndafræðin Cradle to Cradle og verður hún höfð til hliðsjónar í ritgerðinni. Farið verður í gegnum sögu framleiðslu Íslands en þar ræður ullin ríkjum. Kynntar verða plönturnar hampur og lín en tel ég þær góða valkostir til að vinna samhliða við mórina og fífuna til textílvinnslu þar sem ég tel æskilegast að blanda aðeins náttúruefnum saman. Var hampur og lín fyrir valinu þar sem þeir eru ræktunar möguleikar sem hafa núþegar gengið upp hér á landi. Fífan hefur ekki verið notuð mikið sem textílefni, en hefur talist erfitt að spinna hana eina og sér. Mórinn hefur hins vegar verið notaður erlendis í fatnað og er hann talinn vera gæddur kröftum sem getur bætt heilsu fólks. Tel ég mig hafa sýnt fram að hráefnið sé til staðar og möguleikar eru fyrir hendi, nú þarf bara að framkvæma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil _BA-ritgerd_PDF.pdf | 791.7 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |