Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25298
Í þessari ritgerð verður leitast eftir við að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða áhrif hafa hönnuðir, sem hugsuðir og mótandi afl, í nútíma samfélagi? Hvað hafa hönnuðir fram að færa á sérfræðisviði sínu? Er úrgangur óhjákvæmilegur fylgifiskur hönnunar og neyslu? Hlutur neyslu- og efnishyggju í vestrænu samfélagi verður skoðaður sem og þær neikvæðu afleiðingar sem framleiðsla ýmiskonar varnings getur haft á náttúruna. Leitast verður við að varpa ljósi á hvernig hægt er að snúa þessari þróun við. Komið er inn á ágang mannsins á náttúruauðlindir jarðarinnar og umhverfingu náttúrunnar af hans hálfu. Einnig verður farið yfir framleiðslu varnings og þær neikvæðu afleiðingar sem framleiðslan getur haft á náttúruna meðal annars í formi óhefts úrgangs. Farið verður yfir nýjar nálganir til hönnunar og meðal annars gert grein fyrir hugmyndafræði William McDonough og Michael Braungart. Reifaðar eru hugmyndir þeirra um endurvinnlsu og hringrás efna í lokuðu ferli. Í framhaldinu verður drepið á tilkomu deilihagkerfisins og loks fjallað um stefnuyfir-lýsingu „Beyond the New“ sem leggur til afnám á þráhyggju mannsins fyrir nýjum hlutum. Þannig mun verða leitast við að lýsa því hvernig hönnuðir geta komið að því að snúa við meintri neikvæðri þróun á sérsviði hönnunar. Áhrifavald hönnuða á neytendur og fram-leiðendur er að lokum tíundað og dregið fram í dagsljósið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BirtaRos_lokaritgerd.pdf | 439.63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |