is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25299

Titill: 
  • Fitjað upp að nýju : ull sem auðlind
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um íslensku ullina sem auðlind. Tóvinna á Íslandi á sér langa sögu og verður stuttlega gerð grein fyrir henni hér. Þá er ullariðnaðurinn á Íslandi skoðaður og hvernig ullin er nýtt í framleiðslu. Ullariðnaðurinn hérlendis virðist einblína á gerð fatnaðar úr ullinni en ég mun velta fyrir mér möguleikum á annarskonar nýtingu. Við gerð fatnaðar úr íslensku ullinni fer um það bil helmingur ullarmagnsins til spillis þar sem ullin þykir of gróf til fataframleiðslu. Hins vegar getur grófleikinn nýst við annarskonar framleiðslu eins og t.d. gólfteppaframleiðslu þar sem grófleikinn er kostur og er íslensk ull flutt sérstaklega út í þeim tilgangi. Innlend ullarframleiðsla er skoðuð og viðtöl tekin við Brynhildi Pálsdóttur, hönnuð hjá Vík Prjónsdóttur, og Helgu L. Þórðardóttur vöruþróunarstjóra hjá Varma. Prentaðar heimildir á borð við bók Magnúsar Guðmundssonar, Ull verður gull: Ullariðnaður Íslendinga á síðari hluta 19. aldar og á 20.öld, var nýtt við öflun heimilda um ullariðnaðinn, auk þess sem greinaskrif Halldóru Bjarnadóttur veittu innsýn um viðhorf almennings gagnvart ullinni snemma á síðustu öld. Einnig eru sjálfbær sjónarmið kynnt og þá var stuðst við bækurnar Cradle to cradle: remaking the way we make things og Small is Beautiful: Economics as if People Mattered. Í báðum þessum bókum er gagnrýni á framleiðslukerfið sem við höfum búið okkur til án þess að huga að umhverfisþáttum. Ull og hár annarra spendýra eru eins náttúruleg hráefni og gerist og hafa þessi hráefni vakið athygli erlendra hönnuða og verða nýstárlegar hugmyndir þeirra kynntar. Þörf er á viðhorfsbreytingu gagnvart íslensku ullinni þar sem þetta er hráefni sem býður upp á ótal aðra möguleika en að spunninn sé úr henni mjúkur þráður til fatagerðar.

Samþykkt: 
  • 21.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð til Ba prófs vp.pdf255.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna