is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25300

Titill: 
  • Áhrif efna á andrúmsloft bygginga : getum við byggt andrúmsloft?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Er hægt að byggja andrúmsloft? Í þessari ritgerð reyni ég að komast nær svarinu við þessari spurningu. Rauði þráðurinn er áherslan á efni og þá aðallega náttúruleg efni. Ég tel að efni sem geta bundið sögu staða eða notkunarsögu í hjúp sínum séu verulega verðmæt fyrir okkar líkamlegu og andlegu tilvist. Fyrir mér er heiðarleiki í efnisnotkun mikilvægur þáttur, allt sem kemur frá náttúrunni varðveitir í raun söguna um hvernig það varð til. Við eigum að gagnrýna vestrænu gildin, viðhorf okkar til fegurðar og ódauðleika efna sem eiga oftar en ekki að glansa og vera sem ný. Sprungur, beyglur, upplitun og ryð tel ég vera gæði, því það er vegvísir sögunnar sem efnið hefur mátt þola. Sagan er okkur mikilvæg. Þegar við skynjum stað eða rými notumst við við flókið samspil skynjanna og óteljandi þátta sem líkaminn tekur inn á augabragði og skynjar sem andrúmsloft. Þetta ber að hafa í huga þegar við dæmum og mátum okkur við byggingar. Við þurfum að upplifa arkitektúr en ekki dæma hann af myndum í glanstímaritum. Nýbyggingar í dag eru að mestu búnar til úr efnum sem eru mikið unnin eða gerviefnum sem hafa fyrir löngu misst öll tengsl við uppruna sinn, sögu og náttúru. Þau eru okkur fjarlæg og ópersónuleg og þar af leiðandi gera þau lítið fyrir skynfæri okkar.

Samþykkt: 
  • 21.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerdArnarGretarsson1608862349_Lokaskil_2015.pdf581.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna