is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25304

Titill: 
  • Að hafna tískuiðnaðinum : ný nálgun í framleiðslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hraði er einkennandi fyrir tískuðnaðinn, vettvang tískunnar í dag. Við nánari skoðun á iðnaðinum virðist tíska nánast engöngu knúin af gróða í stað hugsjóna og sköpunar. Vettvangur tískunnar er er afar umdeildur enda stuðlar hann að stórfelldum náttúruspjöllum og mannréttindabrotum, þrátt fyrir það halda hjól iðnaðarins áfram að snúast nánast óáreitt. Hvað veldur þessu? Er ábyrgðin í höndum hönnuða eða neytenda?
    Í þessari ritgerð verður einblítt á það að finna lausnir fyrir fatahönnuði til þess að takast á við vandamál tískuiðnaðarins. Verður fyrst rýnt í hugtakið tísku, í heimsspekilegu og sögulegu samhengi og uppbygging iðnaðarins krufin. Er hægt að starfa sem fatahönnuður á eigin hraða og undir sjálfbærum formerkjum? Spurningunni er svarað ásamt því að dæmi verða tekin úr heimi tískunnar. Áherslur niðurstöðunnar eru á þeim nótum að leiðin að heiðarlegri hönnun og framleislu fyrir einstaka hönnuði sé að sníða sér stakk eftir vexti. Með því að einbeita sér að litlum kúnnahópum, sem samanstendur af neytendum sem gera kröfur til uppruna fatnaðar er vel hægt að lifa farsælu lífi innan tískunnar en um leið hafna núverandi kerfi hennar.

Samþykkt: 
  • 21.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25304


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_Baritgerd_SteinunnEyja.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna