is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25305

Titill: 
  • Myrkar hliðar hinnar hröðu tísku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með tilkomu „fast fashion“ stefnunnar hafa miklar breytingar orðið á fataiðnaði í heiminum. Neyslumenning og aukin eftirspurn eftir ódýrum fatnaði á Vesturlöndum síðustu tvo áratugi hefur kostað mikinn ágang á náttúruna og þau samfélög verkafólks þar sem fataframleiðslan á sér stað.
    „Fast fashion“ fyrirtæki á borð við H&M, Zara, Mango, Topshop, Primark, Forever 21 og Benetton svo dæmi séu tekin, hafa gjörbreytt markaðnum með því að bjóða upp á aðgengilegan tískufatnað á hagstæðu verði. En hagstæðu verði fylgja skaðleg áhrif á náttúru og menn. Mannskæð stórslys sem hafa átt sér stað í verksmiðjum sem „fast fashion“ keðjur eiga í viðskiptum við hafa varpað ljósi á það slæma ástand sem áður var óþekkt neytendanum. Áðurnefnd fyrirtæki hafi brugðist við vakningu neytenda með ýmsu móti. Mörg hver hafa sett sér markmið um aukna áherslu á mannréttindi og umverfisvernd við framleiðslu á fatnaði. Aftur á móti hafa fyrirtækin verið harðlega gagnrýnd fyrir að draga lappirnar við að ráða bót á þessu alvarlega ástandi sem skapast hefur og hafa gagnrýnendur jafnvel talað um að fyrirtækin blekki viðskiptavini sína og stundi grænþvott á starfsemi sinni.

Samþykkt: 
  • 21.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25305


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_RITGERÐ_BJÖRGGUNNARSDOTTIR.pdf944.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna