is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25306

Titill: 
  • Mikilvægi sjálfbærni og vistvæni bygginga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er farið yfir mikilvægi sjálfbærni og vistvæni bygginga en vistvæn hugmyndafræði er mikilvægur hlekkur í aukinni umhverfisvitund og í að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á alþjóðavísu. Með sjálfbærni og vistvæni bygginga eru neikvæð umhverfisáhrif lágmörkuð og öruggt og gott umhverfi skapað en megináhersla er á orkunýtingu, efnisval, staðsetningu og heilsuvernd. Þessi hugmyndafræði hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu áratugi erlendis en sérstaða Íslands í orkumálum gæti verið skýring á hægri þróun sjálfbærni hér á landi. Þó byggingararfleið torfbæja geti talist vistvæn þá er það ekki fyrr en árið 2002 að Sesseljuhús er byggt sem vistvæn bygging og fyrsta húsið á Íslandi sem hlaut vottun alþjóðlegs vottunarkerfis fyrir vistvænar byggingar er Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði og var það árið 2010. Misjafnir áhersluþættir sjálfbærni eru skoðaðir en tekin voru viðtöl við tvo starfandi arkitekta, þá Árna Friðriksson og Magnús Jensson. Magnús leggur áherslu á að brýnt sé að huga að samgöngumálum meðan Árni segir staðsetningu og efnisval mikilvægust. Saga og þróun sjálfbærni og vistvæni, erlendis og hérlendis, er yfirfarin og hvaða viðburðir mörkuðu tímamót í þeirri þróun. Vottunarkerfi fyrir vistvæni bygginga eru skoðuð lítillega og hvernig þau nýtast hér á landi. Farið verður vel yfir innlenda hráefnisframleiðslu í byggingariðnaði og hvernig flétta mætti byggingararfleið frá tíma torfbæja inn í nútíma framleiðslu byggingarefna. Í lokin er samantekt um mikilvægi þess að innleiða og viðhalda vistvænni hugmyndafræði í byggingariðnaði svo stuðla megi að betra umhverfi svo næstu kynslóðir taki við góðu búi.

Samþykkt: 
  • 21.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mikilvægi sjálfbærni og vistvæni bygginga-Pétur Andreas Maack.pdf528.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna