is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25307

Titill: 
  • Mótun framtíðar : staðbundin nálgun á framtíðarmöguleikum vöruhönnunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vöruhönnun er margþætt og hefur tekið miklum breytingum í takt við þróun samfélagsins og ríkjandi málefni hvers tíma. Samtal þvert á greinar og við samfélagið almennt er mikilægur liður í því að móta fagið. Vöruhönnun er í raun ferli og segja má að hún sé endalaus hringrás sem mótast með umhverfinu sínu, mótar umhverfi sitt og er aldrei fullunnin. Þess vegna getur reynst erfitt að skilgreina hvað vöruhönnun felur í sér, jafnvel fyrir þá sem lifa og hrærast í faginu. Vörur umkringja okkur alla daga og því er fólk ekki endalaust að velta sér uppúr ferlinu bakvið hverja eina og einustu vöru. Við gerum okkur grein fyrir að meiri hluti fólks fær ekki að vita hvaðan þær koma, hvernig þær voru búnar til, hvaða úrgangur kemur frá framleiðsluferli þeirra eða hvar þær enda þegar við segjum skilið við þær. Það getur reynst þrautinni þyngra að leita svara við þessum spurningum því framleiðslurisarnir fela vandlega fyrir neytandanum það sem býr í raun á bak við hverja vöru. Við göngum um algjörlega blind sem neytendur í neyslu. Endurskoðum þessi skref. Þegar til lengra tíma er litið þá eru framleiðslurisarnir að spara aðallega með því að fjárfesta ekki í framtíðinni okkar. Skammtímalausnir sem gera jörðina okkar að skammtímavistunarstað. Vöruhönnun er langtímasamband milli hönnuða, náttúru og almennings, hag þeirra allra er gætt með samtali sem þróast út frá samfélaginu og samfélagslegum venjum. Framleiðslu varana sem vöruhönnuðir hanna verður að vera hluti af söguni, hluti af því sem neytandi kaupir er öryggi í efnisvali og það að varan var hönnuð í samhengi samfélagið okkar og umhverfi.

Samþykkt: 
  • 21.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25307


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mótun framtíðar BA.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna