is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25311

Titill: 
 • Rýnt inn í anddyri Hvergilands : hvert stefnir þróun flugstöðvarinnar í Keflavík?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Charles Lindberg flaug fyrstur manna yfir Atlandshafið árið 1927. Ferð hans var í raun ferðalag milli hins gamla heims og nýja því samtímis byrjaði ný tegund almenningsrýmis að mótast, rými sem við köllum í dag flugvelli. Flugstöðvarbyggingar eru orðnar að lykilbyggingaverkefnum hverrar þjóðar og eru þær mikilvægur þáttur í landkynningu, en í gegnum byggingarnar hafa þjóðir möguleika á að kynna sig fyrir þeim sem sem eiga leið þar í gegn. 
  Í ritgerðinni verður fjallað um hönnun og virkni flugstöðvarbygginga með sögu Keflavíkurflugvallar að leiðarljósi. Einnig mun höfundur skoða hvaða þættir það eru sem skapa góðan flugvöll.Skoðað verður hvers vegna flugvellir sem áður voru upphaf ferðalagsins og staðurinn þar sem ævintýrið hófst eru í dag ekki eins eftirsóknarverðir og áður var, heldur eingöngu hlið sem nauðsynlegt er að fara í gegnum við upphaf ferðar.
  Markmið ritgerðarinnar er að rannsaka vegferð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, hver upprunaleg hugmynd arkitektsins hafi verið og hver var hans sýn? Höfum við glatað henni eða ákveðið að kasta þeirri sýn fyrir borð og hafa önnur gildi tekið við? Ef svo er hvaða áhrif hefur það? Greint verður hver staða flugstöðvarinnar er nú og hver hugmyndin er á bakvið stækkun hennar. Höfum við tapað sérkennum okkar eingöngu til þess að vera með alþjóðlega ásýnd? Það eru margar spurningar sem vakna þegar horft er til byggingarsögu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er tilfinning höfundar sú að varpað hafi verið fyrir róða þeirri upprunalegu hugmynd sem gerði bygginguna sérstæða.
  Höfundur vísar til Hvergilands sem stað milli á milli staða. Á þessum tiltekna stað finnum við rými sem við þekkjum og þeir hafa verið kenndir við heterótópíur Michael Focault. Spurningum verður varpað fram um hvert við sækjum hugmyndirnar að þessum rýmum, er það í einn stóran sjó alþjóðlegra ásýnda?

Samþykkt: 
 • 22.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rýnt inn í anddyri Hvergilands.pdf1.39 MBLokaðurHeildartextiPDF