is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25312

Titill: 
 • Hin ýmsu rými dauðans : hugleiðingar um heterótópíur og dauðann
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Dauðinn er nálægur í lífi okkar allra. Við upplifum hann þegar við missum einhvern úr lífi okkar eða stöndum sjálf frammi fyrir honum. Dauðinn skapar margvísleg rými sem eru jafnt innra með okkur og í umhverfi okkar. Í þessari ritgerð er fjallað um hugmyndir franska heimsspekingsins Michel Foucault um heterótópíur og hvernig þær hjálpa okkur að skilja það sem við köllum dauðarými.
  Heterótópíuna má skilja í ljósi útópíunnar. Við leitumst við að fullkomna líf okkar í útópíunni. Útópían er ekki áþreifanlegt rými heldur hugmynd um hið fullkomna. Afurð útópíunnar er heterótópían sem finna má í raunverulegu rými. Heterótópíurnar eru okkur nauðsynlegar til þess að komast sem næst útópíunni.
  Með heterótópíur að leiðarljósi eru hin ýmsu rými dauðans skoðuð og þau sett í sögulegt samhengi. Þá er leitast við að skilja hvað það er sem hefur áhrif á dauðarýmin, samspil þeirra við svo kölluð þekkingarrými og hvernig þessi rými birtast okkur í dag. Enn fremur er fjallað um dauðarýmin út frá því sem Foucault kallar lögmál heterótópíanna. Þau finnast í öllum menningarsamfélögum oft sem táknmyndir kreppu eða fráviks í formi stofnanna fyrir dauðann. Dauðarýmin breytast, mótast og þróast samhliða þekkingarrými hvers tíma og endurspegla hugmyndir okkar um manninn og dauðann. Þau setja á svið smækkaða heimsmynd sem þjónar öllum trúar og samfélagshópum. Dauðarýmin eru einnig nátengd tímanum bæði í sorg og minnisvörðum sem bera merki hvers tíma. Þá standa dauðarýmin okkur ekki alltaf opin og veruleiki dauðans er nútímamanninum oft hulin.
  Að lokum er fjallað um það með hvaða hætti þessi útlistun Foucault nýtist í verkefnum arkitekta sem þurfa jafnan að horfa bæði til fortíðar og framtíðar, skilja þau rými sem hafa orðið til hvort sem þau snúa að hugmyndum, skipulagi eða byggingum. Að sama skapi er heldur ekki hægt að horfa framhjá þeirra eigin reynslu af dauða, tíma eða rými.

Samþykkt: 
 • 22.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hin ymsu rymi daudans .pdf530.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna