is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25316

Titill: 
  • Tilbrigði við hlutverk flytjandans : samstarf tónskálda og flytjenda með hliðsjón af samstarfi Johns Cage og Davids Tudors
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hlutverk flytjandans breyttist töluvert á 20. öldinni þegar tónskáld fóru með markvissum hætti að semja verk með óhefðbundnum flutningsaðferðum. Þessi breyting á hlutverki flytjandans verður helst skoðuð út frá samstarfi Johns Cage og Davids Tudors. Litið verður á nokkur verk eftir Cage sem setja hlutverk flytjandans í nýtt samhengi og þau skoðuð út frá því hversu mikið svigrúm Cage skilur eftir fyrir sköpunarflæði flytjandans. Verkið Variations II verður sérstaklega tekið fyrir, en þar leyfir Tudor sér einna mest að nýta sína eigin listsköpun. Til að varpa ljósi á hversu fjölbreyttar niðurstöður verkið býður upp á verða skoðaðar tvær útgáfur eftir núlifandi píanista, auk útgáfu Tudors. Einnig, til að fá annað sjónarhorn á samstarf tónskálda og flytjenda, verður litið á hvernig Tinna Þorsteinsdóttir vinnur úr grafískum og leikrænum verkum í samvinnu við hin ýmsu tónskáld.
    Breyttar kröfur tónskálda til flytjenda hafa leitt til aukinna samskipta milli þessara tveggja hópa. Tónskáld hafa meira frelsi til að gera ýmsar tilraunir því flytjendur eru opnari fyrir því að prófa nýja hluti. Það er mjög algengt í verkum þar sem notast er við óhefðbundnar flutningsaðferðir að tónskáldið setji af stað ákveðið ferli sem flytjandinn síðan klárar, þar af leiðandi er samstarf þeirra forsenda þess að sköpunarverkið verði til.
    Cage gerði ýmsar tilraunir þar sem hlutverk tónskálds, flytjenda og áhorfenda víxlast eða skarast. Verk hans voru oft eins konar tónsmíðaaðferð fyrir flytjendur og það var í þeirra höndum að leysa úr þeim. Í gegnum samstarf Tudors og Cage endurspeglast mikilvægi þess fyrir tónskáld og flytjendur að finna samstarfsaðila sem veita þeim innblástur og þor til að gera nýstárlegar tilraunir þannig að listin haldi áfram að þróast.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilbrigði við hlutverk flytjandans.pdf2.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna