is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25328

Titill: 
  • Að skerpa skynjun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég fjalla um geometríu, rými og hljóð í myndlist. Ég skoða hvernig form, rými og hljóð geta haft áhrif á skynjun. Ritgerðin fjallar um átta verk sem ég hef gert og tengjast þessum þáttum. Einnig tek ég fyrir hvaða listamenn og stefnur hafa haft áhrif á gerð verkanna. Öll verkin tengjast persónulegum upplifunum í sambandi við hljóð, form, áferðir og rými. Hvernig hversdagsleg hljóð breytast með mismunandi áferðum efniviðs. Í sumum verkum má segja að áhorfandinn sé stiginn inn í nýja vídd eða í annan heim sem við þekkjum ekki, heim sem er raunverulegur en á sama tíma óraunverulegur. Rýmisskynjunin er breytileg, við endursköpun rýmisins með notkun mismunandi forma og efniviðar endurskapast rýmið og við það breytist rýmisskynjunin hverju sinni. Ég skoða hvernig náttúran hefur haft áhrif á verkin þannig að þau eru sett í nýtt samhengi. Einnig fjalla ég um hvernig ég dreg fram hljóð úr hversdagslegum efnivið, magna þau upp, set þau í annað samhengi og móta skúlptúra með hljóði. Ég reyni að varpa ljósi á hvernig hljóð og rými getur haft áhrif á skynjun áhorfandans. Það má segja að rýmið verði til um leið og áhorfandinn stígur inn í það og upplifunin verður aldrei eins. Sjónin, heyrnin og skynjun manneskjunnar er bara lítið brot af heiminum, brot af því sem er raunverulega til staðar í endalausum bylgjum sem umlykja heiminn.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25328


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að_skerpa_skynjun.compressed.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna