Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25339
Í þessari ritgerð fjalla ég um upphaf og sögu ferlislistastefnunnar (e. process art) og fer yfir tengsl hennar við eigin verk og vinnuaðferðir. Ég kem inn á áhrif frá öðrum listamönnum, og hvernig einstök atriði í verkum þeirra virka sem kveikjur í formi efnisnotkunar, áferða og forma. Robert Morris er einn þeirra listamanna sem ég fjalla um. Filt-verk Morris eru meðal þeirra verka sem verða rædd. Ég skoða eigin vinnuaðferðir, efnisnotkun og framsetningu í samhengi við hugmyndir ferlislistarinnar. Ferlið er gegnumgangandi í umfjöllun um verkin.
Efnisleitin og efnið er stór þáttur af vinnuferlinu. Ég sækist í efni sem eru á einhvern hátt „tilbúin“ og eru ófyrirsjáanleg í hegðun. Tilviljanir eru hluti af ferlinu. Tími, hverfulleiki og umhverfisbreytingar hafa áhrif á verkin og gera það að verkum að þau verða ekki áþreifanlegur hluti af sögunni heldur lifa sem minning. Hverfulleikinn og upplifunin á umbreytingunni sem á sér stað í efninu er skoðuð .
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
UNABAPRENTA.pdf | 928.11 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |