en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2534

Title: 
  • Title is in Icelandic Þar er allur sem unir. Hagrænir áhrifavaldar á fólksflutninga til Íslands
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fólksflutningar til Íslands hafa margfaldast á undangengnum árum. Flutningar fólks hingað til lands hafa jafnan elt hagsveifluna jöfnum skrefum, en aukning síðustu ára sker sig úr. Í þessari ritgerð er leitast við að leggja mat á þá þætti sem lágu að baki þessari þróun og hvaða áhrifavaldar skiptu mestu við ákvarðanir fólks að flytjast búferlum til Íslands. Leitt var út hagfræðilegt líkan af áhrifavöldum á ákvarðanir fólks um búferlaflutninga milli landa, sem grundvallað er á aðferðafræði eldri rannsókna. Líkanið var metið fyrir gögn um aðflutning ríkisborgara frá átta löndum sem stærsta hlutdeild áttu meðal erlendra ríkisborgara hérlendis. Í líkaninu voru metnir þættir sem samkvæmt kenningum má almennt telja að áhrif hafi á flutninga, en að auki voru metnir aðrir þættir sem einkennandi eru fyrir Ísland og það tímabil sem gögnin spanna.
    Niðurstöðurnar sýna jákvæð áhrif aukinnar landsframleiðslu á mann og lækkunar atvinnuleysis. Samsvarandi þættir í heimlandinu hafa áhrif á flutninga en aukin landsframleiðsla á mann og minna atvinnuleysi heimafyrir dregur úr vilja fólks að flytjast búferlum. Flutningar fólks af sama þjóðerni hefur einnig nokkur áhrif á flutninga sem skýrist af því að í gegnum samlanda sína, sem búsettir eru erlendis, myndar fólk tengsl við önnur lönd og hefur aðgang að ýmsum upplýsingum, svo sem um atvinnutækifæri. Að auki var stækkun Evrópusambandsins árið 2004 atburður sem mikil áhrif hafði á búferlaflutninga til Íslands. Í kjölfarið varð Ísland hluti að mun stærri vinnumarkaði sem auðveldaði ríkisborgurum landa í Austur Evrópu að flytjast hingað til lands, en mörg þeirra bjuggu við bágan efnahag.
    Í ljós kemur að veigamesti ákvörðunarvaldurinn er gengisþróun. Hágengi íslensku krónunnar var sá þáttur sem mest áhrif hafði á flutninga fólks hingað til lands á síðustu árum, en hátt gengi eykur kaupmátt íslenskra launa erlendis. Til samantektar, þá leiða niðurstöður í ljós þá staðreynd að ákvarðanir fólks um að flytjast til Íslands ráðast fyrst og fremst af hagrænum þáttum, bæði innlendum sem erlendum, þar sem gengisþróun vegur þyngst.

Accepted: 
  • May 11, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2534


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Þar er allur sem unir_fixed.pdf1.12 MBOpenHeildartextiPDFView/Open