is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25340

Titill: 
  • Áhrif innri markaðssetningar við innleiðingu Lean Cabin umbótaverkefnis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Innri markaðssetning hefur verið að ryðja sér til rúms í kröfuhörðu umhverfi fyrirtækja á samkeppnis markaði. Icelandair er meðal þeirra fyrirtækja á Íslandi sem hafa tileinkað sér innri markaðssetningu og notað aðferðir hennar í ríkum mæli við innleiðingu á straumlínustjórnun. Megintilgangur innleiðingarinnar er að auka skilvirkni í rekstri með áherslu á virði sem skapað er fyrir viðskiptavininn. Lean Cabin umbótaverkefnið er yfirskrift innleiðingar straumlínustjórnunar í flugvélum Icleandair. Stjórnendur hafa lagt ríka áherslu á stöðugt markaðsáreiti, að dropinn holi steininn, og árangurssögur við innleiðinguna. Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif innri markaðssetningar við innleiðingu Lean Cabin umbótaverkefnisins. Framkvæmd var eigindleg forrannsókn í þeim tilgangi að kanna hvaða aðferðir innri markaðssetningar fyrirtækið væri að beita og til að dýpka skilning á viðfangsefninu. Viðhorfskönnun var unnin út frá forrannsókninni og erlendri rannsókn ásamt fræðum innri markaðssetningar. Var hún lögð fyrir handahófskennt úrtak starfandi flugliða og djúpviðtöl tekin í kjölfarið. Niðurstöður sýndu að innri markaðssetning Icelandair er unnin með markvissum hætti og er áhrifarík leið til að stjórna hegðun starfsmanna og samræma gildi fyrirtækisins starfsseminni.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25340


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.Verkefni_AJogGLA.pdf5.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna