is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25341

Titill: 
  • Áhrif kvíða á aðlögunarfærni barna með einhverfurófsröskun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Börn með einhverfurófsröskun eru almennt með slakari aðlögunarfærni en önnur börn. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort kvíðagreining hafi áhrif á aðlögunarfærni barna með einhverfurófsröskun. Einnig verður skoðað hvort kvíðagreining sé algengari á meðal getumikilla (e. high functioning) einstaklinga með einhverfurófsröskun fremur en getuminni (e. low functioning) einstaklinga. Þátttakendur voru 282 börn á aldrinum 7-17 ára sem greind voru með einhverfurófsröskun á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR) eða á Barna- og unglinga geðdeild Landspítalans (BUGL) á árunum 2008-2010. Gerð var dreifigreining til að skoða hvort marktækur munur væri á aðlögunarfærni barna sem greinast með einhverfurófsröskun og barna sem greinast bæði með einhverfurófs- og kvíðaröskun. Niðurstöður voru ómarktækar og því ekki hægt að halda fram að börn sem greinast bæði með einhverfurófsröskun og kvíða séu með slakari aðlögunarfærni. Hins vegar er kvíðagreining algengari hjá getumiklum einstaklingum þar sem þeir eru með betri aðlögunarfærni en getuminni einstaklingar með einhverfurófsröskun. Í þessari rannsókn var kvíðagreining mun algengari hjá getumiklum en getuminni einstaklingum en kí-kvaðrat próf leiddi í ljós að munurinn milli þessa hópa var ekki marktækur.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif kvíða á aðlögunarfærni barna með einhverfurófsröskun - GVÞ og ISÁ.pdf446.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna