is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25348

Titill: 
  • Einlægur Egill : leitin að minni rödd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ég hef átt í töluverðum erfiðleikum með að finna mér samastað í listheiminum og jafnvel spurt sjálfan mig hvort ég hafi nokkurn áhuga á listum. Hér mun ég meðal annars lýsa þessari leit að einhvers konar rödd sem væri einlæglega mín til að tjá það sem mér finnst verulega skipta máli. Á þessari leið rakst ég á listamenn sem settu óhefta tjáningu ofar faglegri framsetningu og um þá mun ég einnig fjalla í þessari ritgerð. Þessir listamenn, Dubuffet og meðlimir Cobra-hreyfingarinnar, vöktu með mér von eða tiltrú á að ég ætti fullt tilkall til að kalla mig listamann eins og hver annar á mínum forsendum; ég þyrfti ekki að passa inní staðalímynd listamannsins eins og ég sá hana fyrir mér: háfleygan spjátrung og bóhem. Þegar ég svo kynnti mér kenningar rússneska rithöfundarins Lev Níkolajevítsj Tolstojs um eðli og tilgang listarinnar fann ég með þeim mikinn samhljóm og hér verða einnig kynntir þeir þættir þeirra sem ég hreifst af og tengdi við.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25348


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einlægur Egill.pdf4.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna