is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25353

Titill: 
  • Uppbrot og raunveruleiki : um skynjun á tíma, rými og frásögn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skynjun á tíma, rými og frásögn skoðuð í tengslum við vídeómiðilinn. Vangaveltur um uppbrot á þessari þrenningu eru uppi á borðinu og kannað er hvaða áhrif slíkt uppbrot hefur á hugmyndir okkar um raunveruleikann. Ferðast er í gegnum ranghala bókmennta, tilraunakenndra kvikmynda, kristalla, völundarhúsa og marglaga veruleikasviða til að komast að afkimum ímyndunaraflsins. Með textanum vildi ég reyna að skapa umrætt uppbrot og þó að hann sé línulegur samkvæmt kúnstarinnar reglum hér þá á hann sér aðra birtingarmynd. Með textanum fylgir nefnilega spilastokkur þar sem hver hugsun er skrifuð á eitt spil, aftan á spilinu er sú mynd sem fylgir hverri vangaveltu. Hugmyndin er því sú að leikmaður (lesandi) geti teflt fram nýrri frásögn í hvert sinn sem hann eða hún spilar á ritgerðina. Textinn á sér sem sagt hvorki byrjun né endi og afneitar þannig hefðbundnum reglum um tíma, rými og frásögn ritgerðar. Myndir gegna jafnmikilvægu hlutverki og texti því hægt er að leika sér með stefnumót myndar og texta, texta og texta eða bara myndar og myndar. Hvaða raunveruleiki birtist leikmanninum í gegnum lesturinn eða leikinn er því síbreytilegt og er það í samræmi við helstu rannsóknarspurningu mína:
    Hvað þýðir orðið raunverulegt þegar spilinu er lokið?

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
uppbrot&raunveruleiki.pdf8.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna