is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25358

Titill: 
  • Skynjun og skynsemi í arkitektúr : einhverfa og mikilvægi skynjunar í hinu hannaða umhverfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eiginleikar líkamans til þess að skynja sitt innra og ytra umhverfi er nokkuð sem við höfum ekki öðlast fullan skilning á. Eitt er þó víst að við skynjum heiminn á mismunandi hátt, við erum ólík og því bera að fagna og reyna að læra af. Heimkynni okkar eru athvarf líkama okkar, minninga og sjálfsmyndar. Við erum í stöðugu samtali og samspili við umhverfið.
    Þegar skynjun einstaklingsins veldur truflun fremur en skilningi á umhverfinu, veldur það persónubundnum einkennum sem hafa margar birtingamyndir og flokkast undir fötlun. Þessi fjölbreyttu einkenni hafa fengið samheitið „einhverfa“. Arkitektinn Magda Mostafa er með þeim fyrstu í heiminum til þess að rannsaka arkitektúr sérstaklega í tengslum við þarfir einstaklinga með einhverfu. Út frá þeirri þekkingu sem til er um áhrif umhverfis og borgarskipulags á lífsgæði og heilbrigði einstaklinga má færa rök fyrir því að mikilvægt sé að taka tillit til þarfa einstaklinga með skynúrvinnsluerfiðleika, ekki eingöngu í bústaðarsamhengi heldur líka í borgarlegu skipulagsamhengi. Þegar ekki er tekið tillit til sérþarfa minnihlutahópa í samfélaginu eins og einhverfra í hönnuðu umhverfi, stuðlar það bæði að andlegri og félagslegri einangrun og skertir lífsgæði.
    Það þarf að vekja arkitekta sem og borgarskipuleggjendur og verktaka til meðvitundar um ábyrgð þeirra og mikilvægi þess að nýta þá þekkingu og þverfaglegu ráðgjöf sem er aðgengileg. Fagaðilar og stjórnvöld sem koma að manngerðu umhverfi þurfa að horfast í augu við þá ábyrgð sem þeim er falin.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Skynjun_og_skynsemi_i_arkitektur_150116.pdf465.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna