is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild > Lokaritgerðir (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25359

Titill: 
  • Af raunveruleika sem við þekkjum og tökum þátt í : en er raunverulega ekki til
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um myndlist höfundar meðal annars út frá kenningum Jean Baudrillard og þá sérstaklega ritinu Simulacra and Simulations sem fjallar um raunveruleika, eftirlíkingar og ofurraunveruleika. Hugtökin eru útskýrð, tengd við samtímann og sett inn í myndlistarlegt samhengi. Upptök eignarnámslistar (e. appropriation art) koma í kjölfar kenninga Baudrillard og fjallað er um stefnuna í ritgerðinni auk áhrifa hennar á listamanninn.
    Myndlist höfundar er útskýrð, greind og meðal annars tengd inn í samtíma eftirlíkingarheim netsins. Því er lýst hvernig höfundur tekur hluti úr þeirra venjulega samhengi og eignar sér þá, gefur þeim nýja merkingu og setur inn í sitt samhengi. Verkin eru tengd við áhrifavalda listamannsins, sem dæmi má nefna Cory Arcangel, Pierre Huyghe, Wendy Carlos og Céleste Boursier-Mougenot en einnig er rætt um John Cage. Fjallað er um kenningar Caroline Nevejan um mismunandi gerðir nærveru og er þeim fléttað inn í umfjöllun um verk höfundar sem og áhrifavalda.
    Höfundur veltir fyrir sér heiminum og virkni hans þegar framsetningar á raunveruleika eru fullar af eftirlíkingum sem fólk trúir jafnvel betur en raunveruleikanum - frumgerðinni. Leitað er svara við spurningunni um hvort við séum öll föst í samfélagi þar sem okkur er stjórnað, ómeðvitað af tækni og sjónræna efninu sem við sjáum. Það glittir í raunveruleika sem áhorfandinn þekkir nú þegar og er þátttakandi í. Er þessi raunveruleikinn í raun til?

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25359


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd-Kristin.pdf6.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna