is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25363

Titill: 
  • „Mynd eftir mynd til þess að komast nær sannleikanum“ : um ljósmyndina sem miðil í myndlist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allt frá því að frumkvöðlum ljósmyndunar tókst að festa skugga úr umhverfinu á pappír eða pjátur hefur ljósmyndin haldið áfram að hafa áhrif á líf okkar og menningu. Strax á síðari hluta 19. aldar hafði tækniundrið markað sér sess í myndlistarheiminum. Málverk drógu dám af ljósmyndum og öfugt. Myndlistarmenn nýttu ljósmyndina í sína þágu og ljósmyndarar listina. Enn þann dag í dag stendur sá sem tekur ljósmynd og sýnir hana frammi fyrir því að vera flokkaður á grundvelli þessarar söguhefðar. Það vekur með honum spurningar um stöðu sína og fyrirætlun. Á þeim stað hefst rannsóknin en heldur síðan áfram þar sem undirstöðurit ljósmyndunar, Camera Lucida eftir Roland Barthes, er lögð til grundvallar. Kenningar póstmódernistanna Susan Sontag og John Berger koma við sögu en nútímalegri kenningar Vilém Flusser og James Elkins verða meginstoð í rannsókn á þýðingu ljósmyndarinnar. Ljósmyndir vekja athygli á hversdagslegum hlutum í umhverfi okkar og með því að rýna í miðilinn færast mörk þess sem allajafna er talið áhugavert myndefni út. Ljósmyndir hvetja áhorfandann til að skoða veruleikann í kringum sig í sífellt nýju ljósi og því er það í fljótandi og síbreytilegu samspili áhorfanda, veruleika og ljósmyndar sem hið nýja raunsæi verður til.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
daniel_perez_ba_ritgerd.pdf9.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna