is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25366

Titill: 
  • Áhrif stýrivaxta á íslenska skuldabréfamarkaðinn árin 2006-2015
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Stýrivextir leggja grunninn að því vaxtastigi sem er ríkjandi á Íslandi og þar af leiðandi geta þeir haft mikil áhrif á vaxtaróf íslenska skuldabréfamarkaðarins. Eitt helsta stoðtæki Seðlabanka Íslands til að stjórna peningastefnu sinni og þar með vinna að markmiði sínu um stöðugt verðlag er ákvörðun um stýrivexti á hverjum tíma. Þær stýrivaxtaákvarðanir sem Seðlabanki Íslands tekur til þess að ná verðbólgumarkmiði sínu geta því haft áhrif á hvernig þróun ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði er og mun verða. Seðlabanki Íslands getur þannig haft mikil áhrif á almennt vaxtastig á Íslandi með stýrivaxtaákvörðunum sínum. Leitast verður við í rannsókn ritgerðarinnar að meta samband og áhrif stýrivaxtaákvarðana á íslenska skuldabréfamarkaðinn.
    Í rannsókninni voru áhrif stýrivaxtaákvarðana á ávöxtunarkröfur óverðtryggðra ríkisskuldabréfa metin með aðhvarfsgreiningu. Helstu niðurstöður voru þær að marktækra áhrifa af stýrivaxtaákvörðunum var að finna á ávöxtunarkröfum hjá eins og fimm ára löngum óverðtryggðum ríkisskuldabréfum í kringum og á stýrivaxtaákvörðunardögum. Marktæk áhrif var ekki að finna á ávöxtunarkröfu hjá tíu ára löngum óverðtryggðum ríkisskuldabréfum við stýrivaxtabreytingu. Gefa niðurstöður til kynna að helstu áhrif stýrivaxtaákvarðana sé að finna í styttri enda vaxtarófsins. Niðurstöðurnar eru í samræmi við kenningar sem segja að óvissa af áhrifum stýrivaxtabreytingar sé meiri á lengri enda vaxtarófsins. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að breytingar á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa á dögum í kringum stýrivaxtaákvörðun séu jafnvel meiri heldur en á stýrivaxtaákvörðunardeginum sjálfum. Gefur það vísbendingu um að væntingar, framtíðarhorfur og trúverðugleiki markaðsaðila á peningastefnunni skipi mikilvægt hlutverk um það hver áhrif af stýrivaxtabreytingu verða.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25366


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif stýrivaxta á íslenska skuldabréfamarkaðinn árin 2006-2015_Björn Anton.pdf776.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna