Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25369
Tilgangur þessarra rannsóknar er að kanna hvort starfsemi smálánmarkaðarins á Íslandi sé samfélagslega ábyrg. Til að svara spurningunni var stuðst við viðurkennt greiningartól innan viðskiptasiðfræðinnar sem er ætlað til að greina starfsemi fyrirtækja og markaða út frá efnahagslegu-, lagalegu- og siðferðilegu sviði. Sérhver þáttur er greindur í þessari rannsókn frá sjónarhorni greiningartólsins fyrir smálánamarkaðinn á Íslandi. Gögnum var aflað með því að rýna í ársskýrslum fyrirtækjanna, skoða upplýsingar hins opinbera og umfjöllun fjölmiðla.
Afkoma íslenska smálánamarkaðarins er jákvæð og skilar eigendum miklum tekjum. Uppfyllir starfsemi markaðarins því efnahagslegt svið greiningarinnar.
Starfsemi smálánafyritækja hefur margoft komist í kast við lögin og framkvæma fyrirtækin tækifærissinnaðar aðgerðir til að komast framhjá markmiðum laga. Uppfyllir starfsemin því ekki lagalega svið greiningarinnar.
Aðgerðir smálanamarkaðarins eru ekki í samræmi við væntingar og gildi samfélagsins vegna þess uppfyllir markaðurinn ekki siðferðilegt svið greiningarinnar.
Niðurstöður greiningarinnar leiddu í ljós að starfsemi smálánamarkaðarins er einunigs efnahagslega ábyrg og er starfsemin því ekki samfélagslega ábyrg.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Smálán-og-samfélagsleg-ábyrgð-fyrirtækja.pdf | 1,48 MB | Lokaður til...01.05.2050 | Heildartexti |