is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25370

Titill: 
  • Að draga eigin línur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Saga vestrænnar menningar hefur að mestu verið skrifuð út frá sjónarhóli karlmanna og sjónarhorn kvenna lengi vel fengið lítinn hljómgrunn. Að sama skapi voru konur oftast aðeins viðfangsefni karlkyns listamanna fremur en listamenn sjálfar. Konur höfðu ekki sömu tækifæri og karlar til þess að starfa og mennta sig í myndlist. Sökum þess varð ríkjand birtingarmynd kvenlíkamans í listum nokkuð einhliða. Á tuttugustu öld fengu raddir myndlista kvenna meiri hljómgrunn en áður og margar þeirra notuðu eigin líkama til listsköpunar. Í ritgerðinni fjalla ég um verk nokkurra þeirra. Í list sinni komu þær fram mörg sjónarhorn sem áður höfðu verið ósýnileg.
    Í verkum mínum fjalla ég um tilfinningalíf, tilvist einstaklinga og samspil þeirra við umhverfi og samfélag. Ég kanna með hvaða hætti samfélagið hefur áhrif á upplifanir einstaklinga og hvernig þeir upplifa sjálfa sig og líkama sína í heiminum. Til þess hef ég einkum notað sjálfa mig sem viðfangsefni. Í ritgerðinni útskýri ég hvers vegna ég kýs að vera hvort tveggja samtímis, listamaðurinn og viðfangsefnið í verkum mínum. Ég geri það með því að fjalla um aðstöðumun kynjanna, hefðbundna birtingarmynd kvenlíkamans innan málarahefðarinnar og samtímans, áhrif fegurðarstaðla á sjálfsmyndir einstaklinga og sköpun nýrra sjónarhorna meðal femínískra listamanna á tuttugustu öld.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerðHÁH.pdf6.76 MBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF