is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25373

Titill: 
 • Hlutlaus eða virk eignastýring
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Réttmæt krafa fjárfesta, sem greiða fyrir virka eignastýringu, er sú að þeir njóti góðs af hærri ávöxtun en markaðsmeðaltalið að teknu tilliti til áhættu. Fræðimenn og fjárfestar hafa svo áratugum skiptir brotið heilann um það hvort sú sé raunin. Á íslenskum markaði má áætla að 97% þess fjármagns sem bundið er í hlutabréfa- og skuldabréfasjóðum sé í virkri stýringu. Rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er hvort áðurnefnt hlutfall fjármagns í virkri stýringu sé réttlætanlegt með tilliti til ávöxtunar þess. Spurningunni er svarað með því að sannreyna
  hvort fjárfestar í íslenskum hlutabréfa- og skuldabréfasjóðum, sem beita virkri stýringu eigna, njóti góðs af áhættuleiðréttri umframávöxtun. Niðurstöður gefa til kynna að fjárfestar hafi
  meiri hag af virkri stýringu við fjárfestingu í hlutabréfasjóðum þar sem hægt var að sýna fram á marktækt betri ávöxtun en markaðsmeðaltalið að teknu tilliti til áhættu. Hins vegar gefa
  niðurstöður til kynna að fjárfestar hafi meiri hag af hlutlausri stýringu við fjárfestingu í skuldabréfasjóðum þar sem hægt var að sýna fram á marktækt verri ávöxtun en markaðsmeðaltalið að teknu tilliti til áhættu. Þegar horft er til framtíðar benda niðurstöður
  enn fremur til þess að áhættuleiðrétt umframávöxtun hlutabréfasjóða sé hverfandi, sem höfundar rekja til aukinnar skilvirkni á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Samþykkt: 
 • 23.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutlaus-eða-Virk-eignastýring-LOK.pdf1.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna