Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25374
Þegar ég ákvað umfjöllunarefni þessarar rannsóknar fannst mér kjörið að nota tækifærið og sameina mín helstu áhugamál í vali á umfjöllunarefni, en þau eru popp menningu og sviðslistir. Í þessari ritgerð mun ég skoða hvernig raunveruleikasjónvarp þróaðist frá því að vera upptaka af slökkviliðsmönnum að mæta fyrstir á vettvang bruna, yfir í það að fylgjast með Kim Kardashian fara í sónar myndatöku. Ég mun skoða hvernig ung kona í Bandaríkjunum skapaði viðskipta stórveldi með engu nema réttri markaðsetningu á fjölskyldu sinni. Til þess að komast að því hvernig Kardashian fjölskyldan mótar ímynd sína og viðheldur henni með vikulegum sjónvarpsþætti, skoða ég kenningar skoska félagsfræðingsins Erving Goffman, sem notaði hugtök leikhússins til þess að útskýra hegðun fólks. Að lokum leita ég að hugsanlegri ástæðu fyrir þeirri ákvörðun einnar fjölskyldu að hleypa myndavélum sem sýna milljónum manns, vikulega, allt sem hún gerir, allt sem fer úrskeiðis og leyfir öllum að hafa skoðun á því.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BFKNA.pdf | 600.47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |