is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25375

Titill: 
  • Verðbólga, stýrivextir og hagstjórn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sveiflur í verðlagi og þá helst mikil verðbólga er eitt helsta áhyggjuefni þeirra sem fara með hagstjórn á Íslandi. Þrátt fyrir sett verðbólgumarkmið hefur Seðlabanka Íslands ekki tekist að halda verðbólgu stöðugri og einungis náð að halda sér í fjögur skipti í nálægð við sett markmið á þeim 15 árum frá því að það var tekið upp. Ritgerð þessi fjallar um rannsókn sem framkvæmd var til þess að svara þeirri spurningu hversu langan tíma það tekur fyrir stýrivaxtabreytingar Seðlabankans að hafa áhrif á verðbólgu. Aðrir þættir voru einnig rannsakaðir, þar á meðal hvort finna mætti fylgni á milli verðbólgu og íslensku krónunnar og neikvæðrar fylgni á milli verðbólgu og atvinnuleysis. Gögnin, mánaðarlegar meðaltalstölur, eru frá Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands og Vinnumálastofnun. Gögnin sem safnað var ná yfir fjórtán ára tímabil eða frá árinu 2001, þegar verðbólgumarkmið var sett, til ársins 2015. Við tölfræðiúrvinnslu á niðurstöðunum var notast við aðhvarfsgreiningu úr SPSS. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á með tölfræðilegum marktækum hætti, að stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Íslands hafa ekki samstundis áhrif á verðbólgu þar sem sýnileg áhrif koma ekki fram fyrr en eftir eitt ár og meginþunginn eftir þrjú ár. Einnig er hægt að segja, með tölfræðilegum marktækum hætti, að fylgni sé á milli gengisbreytinga íslensku krónunnar og verðbólgu. Ómarktækur munur er á milli neikvæðrar fylgni atvinnuleysis og verðbólgu, þ.e.a.s. hvorki er hægt að greina neikvæða né jákvæða fylgni þar á milli.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25375


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verðbólga-vextir-og-hagstjórn.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna