is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25381

Titill: 
  • Reynsla íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af viðskiptum við Kína
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenskar sjávarafurðir eru þekktar fyrir heilnæmi og gæði og framboð þeirra skiptir máli fyrir íslenska sjávarútvegsmarkaðinn í heild sinni. Kína er langstærsti framleiðandi sjávarútvegsvara í heiminum. Sjávarútvegurinn í Kína er í raun og veru tvískiptur, annarsvegar er markaður sem tekur við hráefni og vinnur það frekar og selur það til þriðja lands, og hins vegar er markaður til neyslu sem hefur verið að stækka undanfarin ár fyrir Íslendinga. Bæði vinnsla í Kína og neyslumarkaðurinn hefur ýmis tækifæri upp á að bjóða fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Markmið ritgerðarinnar var að kanna reynslu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af viðskiptum við Kína ásamt helstu inngönguformum og hindrunum. Framkvæmd var megindleg og eigindleg rannsókn á viðfangsefninu og voru þátttakendur rannsóknarinnar íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í viðskiptum við Kína. Niðurstöður ritgerðarinnar voru þær að reynsla íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af viðskiptum við Kína væri sæmileg. Helstu hindranir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af viðskiptum við Kína væru að finna réttu viðskiptavini og samstarfsaðila, menningarmaunur, tímamismunur, verð, flutningsleiðir, tungumál, menningarmunur og fjarlægð. Einnig kom í ljós að inngönguform allra þátttakenda var útflutningur.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.-Verkefni_Lokaskjal.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna