is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25382

Titill: 
  • Hið óskiljanlega : hlutverk merkingaleysis í verkum Harolds Pinters
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verk Harold Pinters voru í fyrstu gagnrýnd fyrir að vera óskiljanleg, óskýr og ruglingsleg. Þó þessi lýsing eigi enn við um verk hefur þessi gagnrýni ekki neikvæða merkingu lengur. En fyrst það er ekki í merkingu og boðskap verka Pinter hvað er það þá sem gerir þau svo áhrifarík og langlíf? Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hvort og hvernig verk Pinters hafa með tíð og tíma náð að festa sig í sessi innan leikhússins og hvað það er sem gerir þau einstök. Til þess að sýna fram á að verk Pinters hafi náð að fanga hug og hjörtu fólks vegna hrifa verður fyrst farið yfir ritstíl hans í samanburði við stíla leikhúss félagsrealisma og leikhúss fáránleikans. Þagnir hans verða einnig teknar sérstaklega fyrir og skoðaðar, því þar tel ég að styrkur hrifanna liggi. Mismunandi útskýringar á hrifum verða skoðaðar út frá mismunandi nálgunum en nálgun Brian Massumis verður notuð til þess að greina verkið Afmælisveislan.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25382


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hið óskiljanlega.pdf616.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna