is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25384

Titill: 
 • Getum við verið þau? : rannsókn á verkinu Fugit eftir Kamchàtka
 • Titill er á ensku Can we be them? : research on the performance Fugit by Kamchátka
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er greining á þátttökuverkinu Fugit eftir katalónska listahópinn Kamchàtka. Verkið sá ég í ágúst 2015, og var það hluti af Metropolis hátíðinni í Kaupmannahöfn. Það flokkast sem innlimunarleikhúss og setur áhorfendur sína í aðstæður þar sem þeir eru á flótta.
  Í fyrsta kafla ritgerðinnar fjalla ég um Kamchàtka, sögu þeirra og aðferðir. Síðan geri ég grein fyrir þremur mismunandi sjónarmiðum á verkið Fugit. Í fyrsta lagi kynningartexta og umfjöllunin um verkið, í öðru lagi minni persónulegu upplifun af verkinu, og í þriðja lagi greini ég frá ætlunarverki höfundar byggt á viðtali sem ég tók við listrænan stjórnanda Kamchàtka.
  Í seinni hluta ritgerðinnar fer ég nánar í saumana á þessum sjónarmiðum og tengi þau við kenningar fræðimanna; ofurraunveruleika Jean Baudrillards, Ofbeldið í „Við" eftir Elin Diamond og kenningu Alison Jeffers um flóttamannaleikhús útfrá heimspekingnum Emmanuel Levinas.
  Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er; Að hvaða marki, speglar áhorfandinn sig í veruleika flóttamanna í verkinu Fugit? Hver er munurinn á lífinu og eftirmynd þess?
  Ég nota mína upplifun til að velta fyrir mér hvar mörkin liggja á milli eftirmyndarinnar af raunveruleikanum sem Fugit bauð áhorfendum að lifa sig inn í, og raunveruleikans í kringum verkið. Hvað gerist þegar til verður einhverskonar „við erum öll“ eða hópsamkennd hjá áhorfendunum. Ég rannsaka markaðssetningu Fugit og hvernig færa má rök fyrir því að hún jaðri við tilfinningaklám. Að auki ræði ég viðtalið við listrænan stjórnanda Kamchàtka og greini hans sjónarmið á verkið útfrá eigin upplifun.

Samþykkt: 
 • 23.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25384


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nína Hjálmarsdóttir - Getum við verið þau (BA ritgerð).pdf555.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna