is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25386

Titill: 
  • „Þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“ : víkkuð raddtækni í meðförum Meredith Monk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um listakonuna Meredith Monk sem einn helsta frumkvöðul í notkun svokallaðrar víkkaðrar raddtækni (e. extended vocal technique). Verk Monk verða sett í sögulegt samhengi við þróun víkkaðrar raddtækni í vestrænni tónlist á tuttugustu öld og notkun hennar á víkkaðri raddtækni í einu hennar verka, Our Lady of Late, greind. Verkið er fyrir einsöngvara og glas á fæti og hentaði vel til greiningar þar sem listrænn ásetningur og þema er mjög skýrt og aðgengilegt og allar mögulegar hliðar raddarinnar sem sólóhljóðfæris eru kannaðar. Önnur ástæða þess að þetta verk varð fyrir valinu er sú að tónlistin birtist mér á mjög skýran, sjónrænan hátt (í litum, áferð, mynstrum og formum) og er þessi greining því ákveðið upphaf á listrannsókn á sjálfri mér og minni samskynjun (e.synesthesia). Við fræðilega greiningu var stuðst við flokkunarkerfi víkkaðrar raddtækni. Niðurstaða þeirrar greiningar var sú að Meredith Monk setur fram sínar tilraunir með röddina á mjög einfaldan en áhrifaríkan hátt. Hún nýtir sína menntun og þekkingu í tónlist til þess að stilla því sem vestrænum eyrum þykir kunnuglegt (einfaldar laglínur í þekktum tóntegundum sem hún þróar með rytmískum áherslum, skalabreytingum og þekktri raddbeitingu) við hlið þess sem virðist framandi (víkkuð raddtækni og áhrif úr öðrum menningarheimum). Þannig verður til það sem virðist vera „þjóðlagatónlist frá annarri plánetu“, eitthvað mjög kunnulegt en mjög framandi á sama tíma. Persónuleg greining á því hvernig ég upplifi tónlistina myndrænt fylgir með sem viðauki, en þar má finna litlar vatnslitamyndir, gerðar af Önnu Katrínu Einarsdóttur eftir mínum leiðbeiningum, sem túlka þá liti, form og karaktera sem birtast í huga mér við hlustun.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd-IngibjorgFrida.pdf2.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna