is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25388

Titill: 
  • „Hressandi hryllingstónlist, fjörugir taktar, cool bassi og allskonar söngur“ : innsýn í tónheim Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessari er ætlað að veita innsýn í tónlistarlegan hugarheim Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur sem skapar og flytur tónlist undir listamannsnafninu Dj. flugvél og geimskip. Steinunn hefur getið af sér gott orð fyrir frumlegar tónsmíðar og verið áberandi í íslenskri dægurmenningu undanfarin ár. Ég mun leitast við að komast að tónfræðilegum niðurstöðum um hvað einkennir tónlist hennar og reyna að festa fingur á þau fyrirbæri sem skapa tón- og hljóðheim hennar ásamt því að skyggnast inn í hugsunarhátt hennar og nálgun á tónsmíðar. Með það fyrir augum tók ég ítarlegt viðtal við hana á heimili hennar sem er jafnframt vinnuaðstaða hennar auk þess sem ég ritaði upp og greindi nokkur laga hennar. Það lag sem ég lagði mesta áherslu á í greiningu er lagið Glamúr í geimnum en það var mitt mat eftir að hafa rannsakað mörg laga hennar að lagið innihéldi flest þeirra einkenna sem skapa tónheim hennar auk þess að vera eitt þekktasta lag hennar.

    Helstu niðurstöður mínar er þær að það sem greinir Steinunni hvað mest frá tónlist annarra í poppkúltúr Íslands sé notkun hennar á frjálslegu tónefni og ómstríður sem verða að miklu leiti til með notkun fjöltóntegunda í lögum hennar. Tónskalar sem eru sjaldheyrðir í vestrænni popptónlist koma oft fram hjá Steinunni, til að mynda oktatóník og krómatík er afar tíð. Tónsmíðarnar eru frjálslegar og Steinunn virðist ómeðvitað hafa haldið að einhverju leiti í barnslega nálgun á tónsmíðar þó að hún segist sjálf alls ekki vera að falast eftir því.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25388


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Þórarinn Guðnason.pdf3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna