is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25389

Titill: 
  • Baulaðu nú- : rannsókn og hönnun á þrívíddarprentuðum klarinettbaulum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Haustið 2013 hóf höfundur, ásamt fleirum, rannsóknarverkefni sem miðar að því að breyta tóni klarinettsins og lit hans, án þess þó að hverfa frá hefðbundnu „notendaviðmóti“ hljóðfærisins. Með „modular“ eiginleika klarinettsins í huga ákváðu rannsakendur að skipta um einn hluta hljóðfærisins, bauluna. Nýjar gerðir baula voru hannaðar og framleiddar með þrívíddarprentun. Til þessa dags hafa tólf gerðir baula verið prófaðar og hafa flestar þeirra reynst hafa veruleg áhrif á tón klarinettsins, hver á sinn hátt. Rannsakendur hafa fundið fyrir áhuga bæði tónskálda og hljóðfæraleikara á verkefninu. Nú þegar hafa sex tónskáld samið tónverk þar sem þessar nýju baulur eru notaðar. Ellefu klarinettleikarar hafa leikið með baulunum á opinberum vettvangi í fjórum löndum. Þeir sem hafa kynnt sér baulurnar eru þó ekki allir sammála um notagildi þeirra. Engu að síður telja rannsakendur að viðbrögðin gefi tilefni til þess að halda verkefninu áfram.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25389


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SOO-BMus-lokaskjal.pdf2.59 MBLokaðurHeildartextiPDF