is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25400

Titill: 
 • Áhrif birtingar matvörumerkis, í uppskriftamyndbandi á netinu, á vörusölu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Með hraðri tækniþróun síðustu ár hefur netnoktun í heiminum aukist gríðarlega. Að sama skapi eru vinsældir samfélagsmiðla að aukast með ári hverju og eru fyrirtæki farin að tileinka sér samfélagsmiðla til þess að komast í tæri við viðsiptavini. Facebook er í dag vinsælasti
  samfélagsmiðillinn með yfir 1 milljarð virkra notenda. Einnig hefur áhorf myndbanda á netinu aldrei verið meiri en nú. Með þessari miklu aukningu í áhorfi myndbanda á netinu hafa fyrirtæki í auknu mæli farið að nota myndbönd á netinu sem markaðstól. Þá hafa fyrirtæki
  verið að setja sér markmið um fjölda áhorfa sem það vill fá á myndböndin sín og nota það sem mælikvarða á gæði myndbandanna. Í þessari rannsókn var gerð hálf-tilraun þar sem efnismarkaðssetning var sett fram á myndbandsformi og dreift á samfélagsmiðlum. Með efnismarkaðssetningu er átt við sköpun verðmæts, viðeigandi og sannfærandi efnis af
  vörumerkinu sjálfu, með það að markmiði að ná fram jákvæðri hegðun neytenda eða jákvæðu viðhorfi neytenda til vörumerkisins. Í kjölfarið voru sölutölur skoðaðar á því matvörumerki sem birtist í myndböndunum. Einnig er gerð grein fyrir veirumarkaðssetningu og netumtali
  þar sem það spilaði stóran þátt í því mikla áhorfi sem myndböndin fengu eftir birtingu.
  Niðurstöður leiddu í ljós að birting matvörumerkis í myndbandi sem dreift er á samfélagsmiðlum getur haft áhrif á sölu.
  Lykilorð: Efnismarkaðssetning, veirumarkaðssetning, netumtal, myndbönd, internet, vörusala, samfélagsmiðlar.

Samþykkt: 
 • 23.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ahrif_birtingar_matvorumerkis_i_uppskriftamyndbandi_a_netinu_a_vorusolu.pdf2.99 MBLokaður til...01.01.2026HeildartextiPDF