is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25410

Titill: 
  • Um frumvarp til breytinga á lögum um ársreikninga nr. 3/2006 : hvert er viðhorf löggiltra endurskoðenda til breytinganna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er gerð til þess að varpa ljósi á helstu ákvæði sem frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga nr. 3/2006 kveður á um. Frumvarpið var lagt fyrir á 145. löggjafarþingi í kjölfar tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2013/34/ESB. Þegar rannsóknin er gerð hefur frumvarpið einungis náð 1. umræðustigi á Alþingi og er það því fremur skammt á veg komið. Ýmsir hagaðilar atvinnulífsins hafa þó fengið að koma athugasemdum á framfæri til þess að varpa ljósi á það sem betur má fara í frumvarpinu. Með sanni má segja að ýmis ákvæði frumvarpsins hafi sætt mikilli gagnrýni og sýnir rannsókn þessi fram á afstöðu og viðhorf endurskoðenda gagnvart þeim. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna jafnframt fram á forsendur fyrir breytingum á lögunum sem koma að mestu leyti frá fyrrgreindri tilskipun. Endurskoðendur taka almennt skýra afstöðu til ákvæða frumvarpsins þótt skoðanir þeirra séu skiptar. Helst ber að nefna ógreinileg ákvæði um skyldu svokallaðra örfélaga til skila ársreikninga annars vegar og gerðar ársreikninga hins vegar. Áhugavert var að sjá að þrátt fyrir allar ábendingar, sem borist hafa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá haghöfum í tengslum við drög frumvarpsins, benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að endurskoðendur séu ekki endilega sammála athugasemdunum. Þetta má sjá á því að oft og tíðum eru jafnmargir endurskoðendur fylgjandi ýmsum ákvæðum frumvarpsins eins og þeir sem andvígir eru þeim. Til gamans var einnig athugað hvort mun væri að finna á afstöðu kynjanna vegna einstaka breytinga og oftar en ekki má sjá að nokkur munur er þar á.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frumvarp.BS.Verkefni (1).pdf618.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna